Markaðssetning á netinu
English

Samstarfsaðilar ::

Libius hefur á að skipa fjölmörgum innlendum samstarfsaðilum og kjósum við samstarfsaðila sem standa undir væntingum viðskiptavina okkar.

Libius er óháður ráðgjafi og kallar til liðs við sig aðila sem veita sérhæfða þjónustu á ýmsum sviðum. Eðli samstarfsins getur verið margvíslegt og getur þannig falist m.a. í vefforritun og vefhönnun. Vefhýsing er svo verkþáttur sem við leysum í góðu samstarfi við samstarfsaðila okkar. Með góðu samstarfi við reynda aðila er ekkert verkefni of stórt. Með vali á reyndum og hæfileikaríkum samstarfsaðilum stöndum við betur að vígi hverju sinni og náum þannig því besta út úr hverju verkefni fyrir sig.

Ef fyrirtækið þitt hefur hugsanlega áhuga á samstarfi við okkur hafðu þá samband við okkur í síma 534 4141 eða með tölvupósti á libius@libius.is.