Markaðssetning á netinu
English

Þarfa- og kostnaðargreining ::

Libius tekur að sér að framkvæma þarfa- og kostnaðargreiningu fyrir innleiðingu eða uppfærslu á vefkerfum og/eða tölvu- og upplýsingakerfum. Libius er óháður ráðgjafi og því tilvalinn samstarfaðili þegar kemur að þarfa- og kostnaðargreiningum.

Í greiningunni kemur m.a. fram hverjar þarfirnar eru, hverjir kostir og gallar eldra kerfis eru, hvaða frambærileg kerfi eru í boði á markaðnum og hvaða verkferla þarf að setja fram. Skýrar tillögur eru settar fram um hvað þurfi að betrum bæta og mat lagt á hvaða upplýsinga- og vefkerfi helst koma til greina. Lagt er svo mat á þann kostnað sem fellst í því að uppfylla þær þarfir sem settar hafa verið fram.

Að lokum er svo framkvæmt mat á þeim aðilum sem koma þurfa að verkefninu á einn eða annan hátt og tillögur settar fram um hverjir best séu til þess fallnir að taka að sér verkefnið, í sumum tilvikum er nauðsynlegt að fleiri en einn aðili komi að verkefninu. Libius tekur svo að sér verkefnisstjórnun í að innleiða nýtt og endurbætt vefkerfi og/eða tölvu- og upplýsingakerfi. Slík verkefnastjórnun getur m.a. falið í sér samskipti við þriðja aðila ásamt því daglega amstri sem þarf að framkvæma svo nýtt kerfi sé hægt að virkja á sem hagkvæmastan hátt og á sem skemmstum tíma.

Libius hefur m.a. frammkvæmt kostnaðar- og þarfagreiningu fyrir Útflutningsráð Íslands, Vatnsvirkjann og Afl Starfsgreinafélag Austurlands. Einnig má benda á að Dagur Jónsson, framkvæmdarsjóri Libius skrifaði á sínum tíma BS ritgerð í viðskiptafræði sem fjallaði um Útvistun (e. Outsourcing).

Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi þarfa- og kostnaðargreiningu, hafðu þá samband við okkur í síma 534 4141 eða með því að senda tölvupóst á libius@libius.is.