Markaðssetning á netinu
English

Innleiðing vefsvæðis ::

Innleiðing vefsvæðis getur verið flókin og tímafrek og því hefur Libius sett upp þjónustu sem hefur það að markmiði að aðstoða fyrirtæki í þessu ferli og gera innleiðinguna eins fljótlega og þægilega fyrir fyrirtæki eins og bestur möguleiki er.

Fyrirtækjum vantar oft nægilega þekkingu og reynslu innanhús þegar kemur að uppsetningu á vefsvæðum og því tilvalið fyrir þau að fá hlutlausan ráðgjafa til að stýra verkefninu frá upphafi til enda. Einnig getum við komið inn í innleiðingu sem þegar er hafin og tekið að okkur að endurskipuleggja verkið eða að ljúka þeim verkliðum sem eftir eru.  

Libius tekur þannig að sér verkefnastýringu við innleiðingu á nýju eða uppfærðu vefsvæði og ber þannig ábyrgð á þeim verkþáttum sem tengjast innleiðingunni. Í þessu felst m.a. gerð verkáætlunar og ábyrgð á því að hún standist, samningagerð, öll samskipti við þá sem tengjast verkefninu á einn eða annan hátt, hönnun á útliti (ef þess er óskað), innsetningu á efni og markaðssetning fyrir leitarvélar ásamt því daglega amstri sem þarf að framkvæma svo vefsvæðið sé hægt að virkja á sem skemmstum tíma. Þegar innleiðingu er lokið tekur Libius svo að sér viðhald vefsvæðisins ef áhugi er á slíku samstarfi.

Það er mikilvægt að hafa það í huga að Libius er óháður ráðgjafi og leitar því ávallt að hæfasta aðila til samstarfs við lausn á verkliðum sem tengjast innleiðingu vefsvæða viðskiptavina okkar.

Ef áhugi er á þjónustu okkar við að innleiða nýtt og/eða uppfært vefsvæði, hafðu þá samband við okkur í síma 534 4141 eða með því að senda á okkur tölvupóst á libius@libius.is.