Markaðssetning á netinu
English

Fréttir ::

Ný vefsíða Marel Food Systems í loftið

Marel Food Systems hefur opnað nýja vefsíðu undir slóðinni www.marel.com en við verkefnið naut samstæðan ýmissar aðstoðar frá Libius sem m.a. fólst í ráðgjöf, efnisinnsetningu og markaðssetningu á vefnum fyrir internetið og leitarvélar.

Samkvæmt tilkynningu frá Marel Food Systems sem má lesa á vef þeirra er markverðasta nýmælið með vefnum að nýja síðan nær yfir öll fyrirtækin og vörumerkin sem eiga aðild að Marel Food Systems – þar á meðal AEW Delford, Carnitech, Dantech, Marel og Scanvaegt – sem voru öll með eigin síður áður.

Fyrir viðskiptavini Marel Food Systems þýðir þetta að nú er í fyrsta sinn hægt að nálgast allar vörur þess á einum stað, sem auðveldar mjög aðgengi að upplýsingum um þær heildstæðu lausnir sem samstæðan hefur í heild sinni upp á að bjóða, einkum í vinnslu á fiski, kjúklingi og kjöti.

Á síðunni er einnig að finna kort sem sýnir starfsemi Marel Food Systems um heim allan og sem veitir aðgang að staðbundnum vefsíðum fyrir hvert land. Síðan hefur einnig þá kosti að hún safnar saman á einum stað upplýsingum um:

  • alþjóðlegt þjónustunet Marel Food Systems;
  • starfsstöðvar Marel Food Systems um allan heim;
  • og störf sem eru í boði innan fyrirtækisins á heimsvísu;

Þá má nefna nýjar og endurbættar síður ætluðum fjárfestum og hluthöfum, sem og fjölmiðlum. 

Nánari upplýsingar veitir:

Marel Food Systems
Anna Helgadóttir
annah@marel.com

Libius
Dagur Jónsson
dagur@libius.is

Um Libius
Libius er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að markaðssetja vefi fyrir leitarvélar og í viðhaldi vefi fyrirtækja. Libius hefur unnið við tugi vefsíðna fyrir stór fyritæki, jafnt þau sem starfa á alþjóðlegum samkeppnismarkaði eða á Íslandi, sem og minni fyrirtæki. Libius hefur á að skipa fjölmörgum innlendum og erlendum samstarfsaðilum. Til að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna er Libius óháður ráðgjafi þar sem valdir eru samstarfsaðilar og lausnir sem hentar viðskiptavininum hverju sinni til að hámarka hans ávinning og lágmarka kostnað.

Vefsíða Libius er www.libius.is.

Um Marel Food Systems
Marel Food Systems er leiðandi á alþjóðamarkaði í þróun og markaðssetningu hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað. Fyrirtækið býður upp á mikið úrval vigtunareininga, hugbúnaðar, eftirlitsbúnaðar og tölvustýrðra skömmtunar- og flokkunarvéla. Einnig býður fyrirtækið upp á samþætt heildarkerfi sem henta öllum helstu sviðum matvælavinnslu.

Vefsíða NordicPhotos er www.marelfoodsystems.com.


Fara til baka