Fréttir ::
Libius og Kaupthing Edge í samstarf
Libius Internet Ráðgjöf hefur samið við Kaupthing Edge um að taka að sér framkvæmd við markaðssetningu á vefsvæðum Kaupthing Edge fyrir leitarvélar og Internetið. Samkomulagið felur í sér að Libus mun framkvæma vissa Internet markaðsvinnu fyrir Kaupthing Edge til að hámarka sýnileika vefsvæðisins á netinu. Samkomulagið nær til tíu vefsvæða á 9 tungumálum og því er um mjög yfirgripsmikið og krefjandi verkefni að ræða.
Um Libius
Libius sérhæfir sig í að markaðssetja vefi fyrir leitarvélar og viðhalda vefsvæðum fyrirtækja. Libius hefur unnið við tugi vefsíðna fyrir stór fyritæki, hvort sem þau starfa á alþjóðlegum samkeppnismarkaði eða á Íslandi, jafnt sem minni fyrirtæki. Libius hefur á að skipa fjölmörgum innlendum og erlendum samstarfsaðilum og kjósum við samstarfsaðila sem standa undir væntingum viðskiptavina okkar. Til að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna er Libius óháður ráðgjafi þar sem valdir eru samstarfsaðilar og lausnir sem hentar viðskiptavininum hverju sinni til að hámarka hans ávinning og lágmarka kostnað.
Vefsíða Libius er www.libius.is.
Um Kaupthing Edge
Kaupthing Edge býður þér tvo valkosti til að hámarka ávöxtun á þínum sparnaði: Almennan og bundinn sparnaðarreikning. Báðir eru einfaldir og auðskiljanlegir reikningar með hárri ávöxtun, boðnir af Kaupthing Bank sem er einn af leiðandi aðilum í Evrópu í bankaþjónustu fyrir einstaklinga.
Viðskiptavinir með sparnaðarreikninga Kaupthing Edge gera viðskipti sín yfir internetið. Sem eigandi sparnaðarreiknings hjá Kaupthing Edge getur þú valið að festa hluta eða alla upphæðina í tiltekinn tíma og með því fengið hærri vexti ofan á grunnvexti viðkomandi reiknings.
Kaupthing Edge býður sparnaðarreikninga í eftirtöldum löndum: Belgíu, Finnlandi, Þýskalandi, eyjunni Mön, Lúxemborg, Noregi, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi.
Vefsíða: www.kaupthingedge.com.
Fara til baka