Fréttir ::
Libius setur upp nýtt vefsvæði fyrir Samtök fjárfesta
Libius hefur lokið við uppsetningu á nýju vefsvæði fyrir Samtök fjárfesta (www.hluthafar.is). Er ætlunin með vefsvæðinu að styrkja starf samtakanna út á við.
Samtökin eru félagsskapur almennra hlutabréfa- og sparifjáreigenda og hefur félagið þann tilgang að gæta hagsmuna fjárfesta gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendum hlutabréfa og annarra verðbréfa og fjölmiðlum og öðrum þeim sem áhrif geta haft á hag fjárfesta. Auk þess er samtökunum ætlað að efla áhuga og þekkingu á fjárfestingaleiðum og almennum sparnaði.
Fara til baka