Fréttir ::
Kaupþing banki með besta vefinn á Íslandi
Kaupþing banki er með besta vefinn af þeim tíu íslensku fyrirtækjum sem tekin voru með í könnun Webranking á bestu vefsíðum fyrirtækja í Evrópu með 74,5 stig af 100 mögulegum. Af fyrirtækjum á Norðurlöndunum lenti Kaupþing í 15. sæti af 197 fyrirtækjum og vefur bankans var ásamt með vef Nordea-bankans valinn besti bankavefurinn í Svíþjóð.
Niðurstöðuna fyrir Ísland og önnur norðurlönd má sjá á http://www.webranking.eu/widepage.aspx?id=1208.
Libius hefur unnið náið með Kaupþing banka að internet markaðssetningunni fyrir www.kaupthing.com og erum við því mjög stollt af þessum árnangri bankans. Það er ljóst að Kaupþing hefur mikinn metnað þegar kemur að vefmálum þess og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs við bankann.
Um Libius
Libius sérhæfir sig í því að markaðssetja vefi fyrir leitarvélar og viðhalda vefsvæðum fyrirtækja. Libius hefur unnið við tugi vefsíðna fyrir stór jafnt sem smá fyrirtæki og er Libius óháður ráðgjafi. Libius hefur á að skipa fjölmörgum innlendum og erlendum samstarfsaðilum og kjósum við samstarfsaðila sem standa undir væntingum viðskiptavina okkar. Ef til þess þarf að þá kallar Libius til liðs við sig aðila sem veita sérhæfða þjónustu á ýmsum sviðum. En með vali á reyndum og hæfileikaríkum samstarfsaðilum stöndum við betur að vígi og náum þannig því besta út úr hverju verkefni fyrir sig.
Vefsíða Libius er www.libius.is.
Um Kaupþing banka
Kaupþing banki hf. er norður evrópskur banki sem veitir alhliða viðskipta- og fjárfestingarbankaþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og fagfjárfesta. Bankinn er leiðandi á öllum helstu sviðum íslenska fjármálamarkaðar. Kaupþing leggur áherslu á vöxt og þróun alþjóðlegrar starfsemi sinnar og stefnir að því að vera í hópi leiðandi fyrirtækja- og fjárfestingarbanka í Norður-Evrópu.
Kaupþing er með starfsemi í tíu löndum, þar með talið á öllum Norðurlöndunum, Lúxemborg, Bretlandi, Sviss og í Bandaríkjunum. Bankinn rekur einnig viðskiptabanka á Íslandi en höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík. Í febrúar 2007 voru 2.811 starfsmenn hjá Kaupþingi og dótturfélögum.
Alþjóðlegt vefsvæði Kaupþings er www.kaupthing.com.
Fara til baka