Fréttir ::
Libius tekur að sér verkefnastjórnun við innleiðingu á nýju vefsvæði Pennans
Libius hefur tekið að sér verkefnastjórnun við innleiðingu á nýju vefsvæði Pennans og er ætlunin að vefsvæðið innihaldi öfluga vefverslun og viðskiptamannakerfi sem tengt verður við Navision.
Um Libius
Libius sérhæfir sig í því að markaðssetja vefi fyrir leitarvélar og viðhalda vefsvæðum fyrirtækja. Libius hefur unnið við tugi vefsíðna fyrir stór jafnt sem smá fyrirtæki og er Libius óháður ráðgjafi. Libius hefur á að skipa fjölmörgum innlendum og erlendum samstarfsaðilum og kjósum við samstarfsaðila sem standa undir væntingum viðskiptavina okkar. Ef til þess þarf að þá kallar Libius til liðs við sig aðila sem veita sérhæfða þjónustu á ýmsum sviðum. En með vali á reyndum og hæfileikaríkum samstarfsaðilum stöndum við betur að vígi og náum þannig því besta út úr hverju verkefni fyrir sig.
Vefsíða Libius er www.libius.is.
Um Pennann
Penninn er verslunarfyrirtæki sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum með það að leiðarljósi að viðskiptavinir geti ætíð gengið að þægilegri og fjölbreyttri þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Vöruframboð Pennans er á sviði skrifstofuvara og afþreyingar s.s. bóka, tímarita, myndbanda og geisladiska.
Vefsíða Pennans er www.penninn.is.
Fara til baka