Markaðssetning á netinu
English

Fréttir ::

Libius tekur að sér leitarvélarbestun fyrir OpenHand

Libius hefur tekið að sér leitarvélarbestun fyrir erlenda vefsíðu OpenHand (www.openhand-mobile.com), en OpenHand býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á heildarlausnir fyrir samskipti í gegnum farsíma. Báðum aðilum finnst mikilvægt að kynna starfsemi fyrirtækisins vel og vandlega í gegnum leitarvélar og því var ákveðið að ráðast í það verk að bæta leitarvélavirkni vefsins.

Um Libius
Libius sérhæfir sig í því að markaðssetja vefi fyrir leitarvélar og viðhalda vefsvæðum fyrirtækja. Libius hefur unnið við tugi vefsíðna fyrir stór jafnt sem smá fyrirtæki og er Libius óháður ráðgjafi. Libius hefur á að skipa fjölmörgum innlendum og erlendum samstarfsaðilum og kjósum við samstarfsaðila sem standa undir væntingum viðskiptavina okkar. Ef til þess þarf að þá kallar Libius til liðs við sig aðila sem veita sérhæfða þjónustu á ýmsum sviðum. En með vali á reyndum og hæfileikaríkum samstarfsaðilum stöndum við betur að vígi og náum þannig því besta út úr hverju verkefni fyrir sig.

Vefsíða Libius er www.libius.is.

Um OpenHand
OpenHand sérhæfir sig í samskiptalausnum fyrir fólk á ferðinni. Auðvelt aðgengi að gögnum og hámarks hagkvæmni í rekstri eru hornsteinar þróunarvinnu hjá OpenHand. Okkar framtíðarsýn byggir á árangursríku samstarfi við okkar viðskiptavini í að veita starfsmönnum tækifæri til að vera fullfærir um að sinna skyldum sínum, óháð stað og stund. Með það í huga snýst þróunarvinna OpenHand ekki eingöngu um aðgang að grunnupplýsingum eins og tölvupósti, dagatali og tengiliðalista. OpenHand rekur vinnuumhverfi þar sem upplýsingakerfi fyrirtækja er hægt að heimfæra yfir á símtæki starfsmanna. Við slíkar aðstæður er nýting tíma hámörkuð og framleiðni eykst. Stefna OpenHand er að lausnin vaxi með þörfum fyrirtækisins, hvort sem er um að ræða fjölda starfsmanna eða þarfir þeirra.

Vefsíður Openhand eru www.openhand.is og www.openhand-mobile.com.


Fara til baka