Fréttir ::
Libius tekur að sér verkefni fyrir Marel og Marel Food Systems
Libius hefur tekið að sér að framkvæma leitarvélarbestun fyrir vefsíðu Marels ehf og Marel Food Systems sem er móðurfélag Marels á Íslandi. Að auki mun Libius stýra sérverkefni innan Marel Food Systems samstæðunnar sem er að sjá um innleiðingu á vefsvæði innan www.marelfoodsystems.com þar sem dótturfélög Marel Foods Systems um allan heim eru kynnt sérstaklega.
Um Libius
Libius sérhæfir sig í því að markaðssetja vefi fyrir leitarvélar og viðhalda vefsvæðum fyrirtækja. Libius hefur unnið við tugi vefsíðna fyrir stór jafnt sem smá fyrirtæki og er Libius óháður ráðgjafi. Libius hefur á að skipa fjölmörgum innlendum og erlendum samstarfsaðilum og kjósum við samstarfsaðila sem standa undir væntingum viðskiptavina okkar. Ef til þess þarf að þá kallar Libius til liðs við sig aðila sem veita sérhæfða þjónustu á ýmsum sviðum. En með vali á reyndum og hæfileikaríkum samstarfsaðilum stöndum við betur að vígi og náum þannig því besta út úr hverju verkefni fyrir sig.
Vefsíða Libius er www.libius.is.
Um Marel ehf
Marel ehf. er dótturfyrirtæki Marel Food Systems og er Marel leiðandi í þróun og markaðssetningu hátæknibúnaðar fyrir matvælaiðnað og auka þar með framleiðni viðskiptavina. Marel býður upp á vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skömmtunarvélar og öflugan hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði.
Vefsíður Marel er www.marel.com og www.marel.is.
Um Marel Food Systems
Marel Food Systems, sem er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja og hugbúnaðar fyrir matvælaiðnað. Það hefur sameinaða sölu- og þjónustustarfsemi í yfir 40 löndum fyrir fjögur heimsþekkt vörumerki, AEW Delford, Carnitech, Marel og Scanvaegt. Hvert um sig er leiðandi á sínu sviði og þekkt af áreiðanleika og framúrskarandi þjónustu. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 2.100 starfsmenn í fimm heimsálfum.
Vefsíða Marel Food Systems er www.marelfoodsystems.com.
Fara til baka