Internetið er sífellt að verða mikilvægari þáttur í markaðsstarfi fyrirtækja og góð markaðssetning á vörum og þjónusta á netinu getur verið afar hagkvæm.
Libius hefur það markmið að auðvelda fyrirtækjum að beita réttum vinnubrögðum þegar kemur að markaðssetningu á internetinu. Það er reynsla okkar að það skipti miklu máli hvernig vefsvæði eru uppsett og þeim viðhaldið. Við sérhæfum okkur því í internet ráðgjöf og þjónustu, hefur fyrirtækið reynslu í markaðssetningu á tugum vefsíðna fyrir stór jafnt sem smá fyrirtæki. Libius er óháður ráðgjafi og kjörinn samstarfsaðili ef þú vilt koma fyrirtækinu þínu á framfæri á internetinu.
Libius hefur á að skipa fjölmörgum innlendum samstarfsaðilum og kjósum við samstarfsaðila sem standa undir væntingum viðskiptavina okkar. Libius kallar til liðs við sig aðila sem veita sérhæfða þjónustu á ýmsum sviðum og henta vel í tiltekin verkefni. En með vali á reyndum og hæfileikaríkum samstarfsaðilum stöndum við betur að vígi og náum þannig því besta út úr hverju verkefni fyrir sig. Libius er því kjörinn samstarfsaðili ef þú vilt koma fyrirtækinu þínu á framfæri á internetinu.