Vefstjórinn ::
Viðhald vefsvæðis (Vefstjórinn) er þjónusta sem er sérsniðin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilja halda uppi virku vefsvæði en treysta sér ekki til að sjá um viðhaldið.
Vefstjórinn uppfærir og viðheldur vefsvæðinu svo að það uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til vefsvæða í dag. Vefstjórinn sér einnig um að kanna reglulega sýnileika vefsvæðisins á internetinu og framkvæma þá hluti sem tryggja eiga góðan sýnileika á helstu leitarvélum internetsins.
Þeim fyrirtækjum sem Libius aðstoðar við innleiðingu vefsvæðis býðst þjónusta Vefstjórans eftir að innleiðingu er lokið. Þannig tryggjum við virkni vefsvæðisins og góðan sýnileika þess á leitarvélum. Einnig aðstoðum við fyrirtækin við að ná hægt og sígandi tökum á því að sjá alfarið um viðhald á vefsvæði sínu ef vilji er til þess. Þannig er Vefstjórinn til taks hvenær sem er og getur aðstoðað þegar þörf þykir. Vefstjórinn býður þannig viðskiptavinum sínum upp á sveigjanleika og lagt er upp með það að í upphafi sé ákveðið hvernig samstarfinu skuli háttað og hvernig viðskiptavinurinn vill nýta sér sérfræðiþjónustu vefstjórans. Vefstjórinn getur þannig tekið við gögnum og leiðbeiningum í gegnum tölvupóst, í gegnum síma eða með því að hitta viðkomandi þegar honum hentar.
Mánaðarleg þjónusta vefstjórans felur í sér:
- Umsjón með uppfærslum og viðhald vefsvæðisins.
- Halda utan um vinnu við að safna vísunum frá öðrum síðum yfir á vefsvæðið.
- Senda út greinar og aðrar umfjallanir um vefsvæðið.
- Senda út fréttatilkynningar á Google News og Yahoo News, (Fast gjald er tekið fyrir dreifingu á fréttatilkynningu).
- Fylgjast með samkeppnisaðilunum og hvað þeir eru að gera á hverjum tíma.
- Skila greinagerð mánaðarlega sem m.a. tekur fyrir almenna stöðu vefsvæðisins, heimsóknarfjölda á vefsvæðið og þann sýnileika sem vefsvæðið er með á leitarvélum.
- Halda kynningarfund mánaðarlega þar sem farið er yfir greinagerð mánaðarins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarmarkmið.
Fyrirtæki geta valið hversu marga tíma á mánuði þau vilji kaupa af Libius í mánaðarvinnu og geta þannig valið á milli 5, 10, 20 tíma á mánuði. Einnig er hægt að semja um sérhæfða vinnu sem ekki er tiltekin hér að ofan í þjónustuþáttunum. Markmiðið með þessari þjónustu okkar er sveigjanleiki og leggjum við mikið upp úr heiðarleika og að traust ríki á milli aðila.
Af hverju að úhýsa þessum verklið:
Það getur verið árangursríkara fyrir fyrirtæki að úthýsa viðhaldi á vefsvæði þess, þegar það hefur ekki tíma til að sinna viðhaldinu. Þó svo að fæstum forsvarsmönnum fyrirtækja finnist mikið mál að uppfæra vefsvæðið sitt að þá er slík vinna oftast tímafrek. Í mörgum tilvikum þarf fyrirtæki að fá hjálp við innsetningu á nýju efni eða uppfæra það svo efnið sé “up to date”. Í slíkum tilvikum hentar þessi þjónusta og er þá samið til ákveðins tíma.
Hvenær á þessi þjónusta við:
- Þegar fyrirtæki hefur ekki tíma til að uppfæra vefsvæðið sitt.
- Þegar mikilvægt er að efni vefsvæðisins sé uppfært reglulega og starfsfólk sé ekki á lausu til að sinna því.
- Þegar fyrirtæki hefur ekki tíma né getu til að fylgjast með og greina heimsóknir á vefsvæðið sitt.
- Þegar þekking á vefmálum er lítil innanhús.
Það er kappsmál fyrir Libius að sinna viðskiptavininum sínum framúrskarandi vel og fara framúr væntingum hans. Ef áhugi er á þessari þjónustu okkar hafðu þá samband við okkur í síma 534 4141 eða með því að senda okkur með tölvupósti á libius@libius.is.