Innsetning á efni ::
Það er oft tímafrek vinna að setja inn efni á nýtt vefsvæði og gleymist oft að skilgreina tímarammann í þetta verkferli við innleiðingu á vefsvæðinu. Libius tekur að sér efnisinnsetningu fyrir ný vefsvæði og þau sem þarf tímabundið að uppfæra.
Að úthýsa þessu verkefni sparar tíma fyrir fyrirtæki og leyfir því að einbeita sér enn betur af öðrum þáttum sem tilheyra innleiðingu á nýju vefsvæði eða uppfærslu á honum. Þegar efnisinnsetningunni er lokið að þá býður Libius fyrirtækinu upp á “vefstjórann” sem er vefstjóri í úthýstri vinnu en slík þjónusta er sérsniðin fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilja halda uppi virku vefsvæði en treysta sér ekki til að sjá um viðhaldið.
Hvenær á þessi þjónusta við:
- Þegar fyrirtæki hefur ekki tíma, þekkingu né mannskap til að uppfæra efnið fyrir nýja vefsvæðið.
- Þegar það þarf að setja inn mikið efni inn á vefsvæðið á sem skemmstum tíma.
Ef áhugi er á að fá Libius til að sjá um innsetningu efnis fyrir nýtt vefsvæði eða fyrir það vefsvæði sem þarf að uppfæra tímabundið, hafðu þá samband við okkur í síma 534 4141 eða með því að senda okkur með tölvupósti á libius@libius.is.