Markaðssetning á netinu
English

Umsjón með keyptri leit ::

Ólíkt leitarvélagreiningu er keypt leit (e. Paid Search) fljótleg og árangursrík leið til að fá vefsvæðið sýnilegt á leitarvélum og helstu gagnagrunnunum á internetinu.

Keypt leit hefur komist á mikið flug allra seinustu ár og bendir margt til að vöxturinn muni aukast mikið í framtíðinni, þar sem fleiri og fleiri fyrirtæki eru farin að úthluta meira fjármagni í þessa markaðssetningu. Keypt leit skiptist í skráningargjald (e. Paid Inclusions) og borgun fyrir hvert klikk (e. Pay-Per-Click). Oft er boðið upp á aðra hvora aðferðina en stundum er greitt skráningargjald í upphafi og svo viss upphæð fyrir hvert klikk á vefsvæðið þitt. 

Skráningargjald:

Margar leitarvélar og gagnagrunnar bjóða upp á skráningargjald sem tekið er fyrir að skrá inn vefsvæðið handvirkt. Getur það stytt mjög þann tíma sem tekur fyrir nýtt vefsvæði að finnast á viðkomandi leitarvél eða gagnagrunn. Þessi þjónusta getur einnig hentað þeim vefsvæðum sem uppfærast mjög oft þar sem slíkt býður þeirri hættu heim að leitarvélar séu með eldri útgáfu vefsvæðisins á skrá hjá sér. Með því að borga leitarvélum fyrir að afrita vefsvæðið reglulega er komið í veg fyrir slíkt. Fréttasíður eru dæmigerð vefsvæði sem þyrftu að íhuga að kaupa reglulega afritunartöku af leitarvélum.

Dæmi um leitarvélar sem taka skráningargjald og birta þá sem borga slíkt gjald ofar í leitarniðurstöðu eru Yahoo og íslenska leitarvélin Leit.is

Borgun fyrir klikk

Með borgun fyrir klikk (e. Pay-Per-Click) er boðið í þau lykilorð sem vilji er að vefsvæðið finnist undir. Sá sem bíður hæst í viðkomandi lykilorð birtist efstur og svo koll af kolli. Greiðsla fyrir hvert klikk getur verið frá 4 centum upp í nokkra dollara eftir vinsældum viðkomandi lykilorðs. Það er svo mönnum sjálfgefið hvers mörg lykilorð eru valin en almennt er ráðlagt að velja þau orð og/eða setningar sem lýsa vel því sem verið er að kynna. Keyptar niðurstöður eru sérstaklega merktar og birtast almennt til hægri í leitarniðurstöðu á leitarvélum eins og Google, MSN og Yahoo. Þó eru þessar leitarvélar og þá sérstaklega Yahoo farnar að birta keypta leit efst í leitarniðustöðu hjá sér.

Rannsóknir sína að 2% af þeim sem smella á kostaðan tengil kaupa vöru og/eða þjónustu sem í boði er á viðkomandi vefsvæði, en það hlutfall á sjálfsagt eftir að hækka í framtíðinni. Þessi aðferð í markaðssetningu á internetinu getur átt vel við þau fyrirtæki sem telja sig ekki vera að fá viðunandi niðurstöðu í gegnum almenna leit á leitarvélum, fyrirtæki sem eru í ákveðinni skammtíma markaðsherferð og þeim sem eru að selja vörur og/eða þjónustu í gegnum vefsvæðið sitt.

Ef áhugi er á að fá okkur til að hafa umsjón með keyptri leit, hafið þá samband við okkur í síma 534 4141 eða með því að senda tölvupóst á libius@libius.is.