Markaðssetning á netinu
English

Leitarvélagreining (SEO) ::

Leitarvélagreining er fólgin í því að byggja vefsvæðið þannig upp að það skori hátt á leitarvélum við innslátt þeirra lykilorða sem viðskiptavinir fyrirtækisins mundu að öllum líkindum nota þegar þeir leita á netinu.

Ef leitarvélargreining (SEO) er framkvæmd á faglegan hátt, þá á vefsvæðið að finnast vel á öllum helstu leitarvélunum. Það þýðir að vefsvæðið fær heimsóknir sem ekki þarf að borga sérstaklega fyrir. Þessi aðferð er nokkuð tímafrek og að það krefst mikillar þekkingar að koma vefsvæði ofarlega í niðurstöðu á leitarvélum. Eftir að slíkt hefur tekist þarf svo að halda stöðunni með því að uppfæra vefsvæðið reglulega og fylgjast með samkeppninni og þeim breytingum sem verða á leitarvélunum. Í framhaldinu þarf að fá vísanir á vefsvæðið af öðrum vefsvæðum sem hafa hátt skor á leitarvélum og skrá vefsvæðið á helstu gagnagrunnanna.

Lesa greinina: Að nota leitarvélar til að ná hámarksárangri.

Eftirfarandi atriði þurfa að vera uppsett á vefsvæðinu:

  • Lýsandi titlar þurfa að vera fyrir hverju síðu vefsvæðisins
  • Nákvæm lýsing þarf að vera í kóðanum fyrir hverja síðu á vefsvæðinu
  • Linka þarf innan vefsvæðisins
  • Tryggja þarf að leitarvélarnar geti lesið allar síðurnar á vefunum
  • Vefteljari þarf að vera virkur fyrir vefsvæðið
  • Sitemap þarf að vera uppsett vefnum
  • Breadcrums þarf að vera uppsett á stórum og víðamiklum vefsvæðum
  • Myndir þurfa að vera skýrðar viðeigandi lykilorðum
  • Tryggja þarf að textinn á vefnum sé leitarvélavænn
  • Hafa það í huga að flash er ekki lesið af leitarvélum
  • Java kóði skal vera neðst í HTML kóðanum
  • Hafa sem fæst tákn í URL slóðinni
  • Hreinn og vel forritaður kóði

Í framhaldi þarf svo að vinna reglulega við að:

  • Uppfæra og viðhalda vefsvæðinu
  • Að fá sem flesta til að vísa yfir á vefsvæðið
  • Skrá vefsvæðið á helstu gagnagrunnana á internetinu
  • Senda út greinar og aðrar umfjallanir um vefsvæðið
  • Senda út fréttatilkynningar á Google News og Yahoo News
  • Fylgjast með samkeppnisaðilunum og hvað þeir eru að gera á hverjum tíma

Til að ná hámarksárangri þarf að setja upp vefteljara og fylgjast reglulega með:

  • Almennri stöðu vefsvæðisins
  • Heimsóknarfjöldanum á vefsvæðið
  • Sýnileika vefsvæðisins á leitarvélum
  • Þeim árangri sem náðst hefur og setja sér reglulega skýr markmið um framhaldið

Mikilvægt er að fá reglulega almenna upplýsingagjöf um stöðu mála og fylgjast með nýjungum og því sem heitast er hverju sinni.

Ef fyrirtækið þitt hefur áhuga á að skoða nánar hvað við höfum fram að færa þegar kemur að leitarvélargreiningu (SEO), hafðu þá samband við okkur í síma 534 4141 eða með því að senda tölvupóst á libius@libius.is.