Internet markaðssetning (SEM) ::
Fyrirtæki eru í vaxandi mæli að nýta sér internetið til að selja vörur og þjónustu og til að kynna starfsemi sína að öðru leyti.
Ein leið til að ná árangri í markaðsstarfinu og ná til fleiri viðskiptavina er að nota leitarvélarnar á netinu á markvissan hátt. Á ensku, sem er tungumál upplýsingatækninnar, er þessi tegund markaðssetningar kölluð Search Engine Marketing (SEM) sem þýða má sem ”markaðssetningu með notkun leitarvéla”. Ef leitarvélarnar eru rétt notaðar má auka stórlega árangur sölu- og markaðsmála með því að:
- Búa til ný viðskiptatengsl
- Auka sölu
- Efla vörumerkið
- Bæta sýnileika fyrirtækis
Markaðssetning á leitarvélum notast við tvær megin aðferðir:
- Leitarvélargreining (e. Seach Engine Optimisation) þar sem markmiðið er að fá sem mestan sýnileika í náttúrulegri leit á leitarvélum (e. Organic Search).
- Keypt leit (e. Paid Search eða Pay Per Click) þar sem markmiðið er að fá sem mestan sýnileika í keyptri leit á leitarvélum.
Aðrir netmiðlar sem beita má eru:
-
Markpóstur
-
Spjallrásir
Ef áhugi er að fá okkur til að koma að internet markaðssetningunni fyrir vefsvæðið þitt, hafðu þá samband við okkur í síma 534 4141 eða með því að senda okkur tölvupóst á libius@libius.is.