Greinar ::
Að nota leitarvélar til að ná hámarksárangri
Fyrirtæki eru í vaxandi mæli að nýta sér internetið til að selja vörur og þjónustu og til að kynna starfsemi sína að öðru leyti. Ein leið til að ná árangri í markaðsstarfinu og ná til fleiri viðskiptavina er að nota leitarvélarnar á netinu á markvissan hátt. Á ensku, sem er tungumál upplýsingatækninnar, er þessi tegund markaðssetningar kölluð Search Engine Marketing (SEM) sem þýða má sem ”markaðssetningu með notkun leitarvéla”. Ef leitarvélarnar eru rétt notaðar má auka stórlega árangur sölu- og markaðsmála með því að:
-
Búa til ný viðskiptatengsl
-
Auka sölu
-
Efla vörumerkið
-
Bæta sýnileika fyrirtækis
Markaðssetning með notkun leitarvéla er í raun blanda af tveimur aðferðum. Önnur aðferðin er leitarvélargreining (e. Search Engine Optimasation) en hin aðferðin er keypt leit (e. Paid Search eða Pay per Click).
Leitarvélargreining
Internetið samanstendur af milljónum vefsíðna og leitarvélar á borð við Google, MSN og Yahoo auðvelda mönnum leit að upplýsingum sem þar leynast. Leitarvélarnar hafa það hlutverk að safna saman og skila í gagnagrunna öllum þeim upplýsingum sem þær safna saman af internetinu. Hver leitarvél býr til viðeigandi uppflettiorð í gagnagrunn sinn sem hún flettur upp í þegar lögð er fram leitarfyrirspurn. Þannig leitar hún að upplýsingum í gagnagrunninum en ekki á internetinu sjálfu. Niðurstöðum er svo raðað í röð, þar sem þær upplýsingar sem taldar eru skipta mestu máli eru settar efstar og svo koll af kolli. Það er því mikilvægt fyrir fyrirtæki sem vilja nýta sér internetið í markaðsmálum að leitarvélarnar taki gott afrit af vef þeirra. Það er hinsvegar ekki sjálfgefið að vefsvæðið sé allt lesið og að leitarvélarnar hafi afrit af öllu því efni sem þar er að finna í gagnagrunnum sínum. Ýmsar leiðir eru hinsvegar til að tryggja að tekið sé gott afrit af vefsvæðinu og auka þannig líkurnar á að það birtist ofarlega í leitarniðurstöðu.
Leitarvélagreining er fólgin í því að byggja vefsvæðið þannig upp að það skori hátt á leitarvélum við innslátt þeirra lykilorða sem viðskiptavinir fyrirtækisins mundu að öllum líkindum nota þegar þeir leita á netinu. Ef leitarvélargreining er framkvæmd á faglegan hátt, þá á vefsvæðið að finnast vel á öllum helstu leitarvélunum. Það þýðir að vefsvæðið fær heimsóknir sem ekki þarf að borga sérstaklega fyrir. Þessi aðferð er nokkuð tímafrek og að það krefst mikillar þekkingar að koma vefsvæði ofarlega í niðurstöðu á leitarvélum. Eftir að slíkt hefur tekist þarf svo að halda stöðunni með því að uppfæra vefsvæðið reglulega og fylgjast með samkeppninni og þeim breytingum sem verða á leitarvélunum. Í framhaldinu þarf að fá vísanir á vefsvæðið af öðrum vefsvæðum sem hafa hátt skor á leitarvélum og skrá það á helstu gagnagrunnanna.
Almennt um leitarvélar
Internetið samanstendur af milljörðum vefsíðna og leitarvélar eru til að auðvelda mönnum leit að ákveðnum upplýsingum sem þar leynast. Leitarvélar hafa það hlutverk að safna saman og gera skil í gagnagrunnum öllum þeim upplýsingum sem þær safna saman af internetinu. Gagnagrunnur sem leitarvél byggir upplýsingar sínar á getur komið frá tveimur uppsprettum annars vegar frá leitarköngulóm (e. Crawler based database) og hins vegar frá handunnum gagnagrunnum (e. Web directory). Sumar leitarvélar notfæra sér eingöngu upplýsingar frá annarri hvoru uppsprettunni eru flestar leitarvélarnar notfæra sér báðar tegundirnar. Vinsælustu leitarvélarnar eru Google sem notast við eigin leitarkönguló, Yahoo sem notar Overture leitarköngulóna, MSN search sem notast við sína eigin leitarkönguló auk upplýsinga fengnar af Yahoo Search Marketing, og Ask Jeeves sem notar Teoma leitarköngulóna. Vinsælustu handunnu gagnagrunnarnir sem leitarvélar notfæra sér eru Open Directory (Dmoz) og Yahoo Directory. Aðrar leitarvélar byggja svo niðurstöður sínar af einhverjum af þessum fjórum helstu leitarvélunum á netinu.
Þegar leitarvél hefur aflað gagna í gagnagrunn sinn býr hún til viðeigandi uppflettiorð í gagnagrunninn sem hún flettur upp í þegar lögð er fram leitarfyrirspurn. Þannig leitar hún að upplýsingum í gagnagrunninum en ekki á internetinu sjálfu. Lokaniðurstöpunni er svo raðað saman í röð þar sem þær upplýsingar sem taldar eru skipta mestu máli eru settar efstar og svo koll af kolli. Það er því mjög mikilvægt að leitarvélarnar geti lesið vefinn vel og ítarlega. Það er ekki sjálfgefið að vefurinn sé allur lesinn og að leitarvélin visti afrit af honum öllum í gagnagrunni sínum. Ýmsar leiðir eru hinsvegar til að tryggja að vefurinn sé lesinn og auka þannig líkurnar á að hann birtist þegar viðeigandi leitarorð eru slegin inn. Leitarvélar fullyrða að þær lesi öll orð á hverri síðu og geri það með því að lesa síðu frá toppi og niður eftir síðunni, það er því mikilvægt að þau orð og setningar sem lýsa vefnum séu ofarlega á hverri síðu. Það sem skiptir mestu máli fyrir leitarvélarnar er staðsetning á lykilorðum (e. keywords) og hversu oft þau birtast á tiltekinni síðu. Það er því mikilvægt að velja lykilorð við hæfi og koma þeim ofarlega fyrir á hverri síðu. Almennt þurfa lykilorð að innihalda setningar með tveimur eða fleiri orðum þar sem það eykur líkurnar á að vefurinn finnist undir þeim. Lykilorð geta þó verið eitt orð þar sem samkeppni um leitarniðurstöðu er ekki mikil.
Útvistun - Outsourcing
Stöðugt vaxandi samkeppni á alþjóðamarkaði krefst þess að stjórnendur fyrirtækja séu stöðugt með hugann við samkeppnishæfni þeirra, vöxt, arðsemi og markaðsvirði. Þeir verða því að leita allra leiða til þess ná forskoti á keppinauta sína, auka sveiganleika í rekstri og lækka kostnað. Útvistun verkþátta er ein leið að þessum markmiðum. Út frá virðiskeðjunni geta fyrirtækin skilgreint kjarnastarfsemi sína og lykilgetu og ákveðið hvort þau vilja útvista vissum verkþáttum. Fyrirtæki sem framleiða alla sína verkþætti sjálf eru sögð vera með samþætta virðiskeðju, en virðiskeðjan er ekki samþætt ef verktakar vinna ákveðna verkþætti fyrir fyrirtækið.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir því hvernig verktakar sem sérhæfa sig í vinnslu afmarkaðra verkþátta í stórum stíl geta náð hagkvæmni stærðarinnar og lærdómsáhrifum, sem gerir þeim kleift að framleiða viðkomandi vöru eða þjónustu á einingarverði sem minni framleiðendur geta ekki keppt við. Fyrirtæki sem útvistar verkþáttum til slíks verktaka nýtur því góðs af samkeppnishæfni hans og sérþekkingu og getur um leið einbeitt sér betur að sinni eigin kjarnastarfsemi. Útvistun getur einnig leitt til minni umboðskostnaðar og áhrifakostnaðar í rekstri fyrirtækja um leið og áhætta og ábyrgð af rekstrinum er takmörkuð. Þá má lækka rekstrarvægi fyrirtækja með útvistun.
Að ýmsu er að hyggja varðandi útvistun og má sem dæmi nefna að hún getur dregið úr mannauð fyrirtækisins, sem oft er talin mikilvægasta eign allra fyrirtækja, hún getur leitt af sér flöskuhálsa í virðiskeðjunni og ekki er alltaf öruggt að samkeppni milli verktaka sé til staðar sem tryggi hagstæð boð í verktökuna. Þá getur útvistun leitt til þess að leynilegar upplýsingar fari á kreik og skaði samkeppnishæfni fyrirtækisins, viðskiptakostnaður þess getur aukist og viss hætta er á að verksamningar séu ófullkomnir og taki ekki á ófyrirséðum atburðum. Þá er oft flókið mál að útvista verkþáttum sem byggja á notkun sérhæfðra eigna.
E-marketplaces for fishery products
In 2002, total fishery capture production increased 0.35%, from 92.9 million tonnes in 2001 to 93.1 million tonnes 2002. China produced the largest amount with 16.5 million tonnes, followed by Peru with 8.7 million tonnes and the USA with 5 million tonnes. The importance of e-marketplaces in the fishing industry focusing on the exchange of services, reverse action, bulletin boards and catalogues with online orders has decreased in recent years while the interest for on-line fish markets and web based order systems has increased. Many companies have taken a wait and see attitude towards e-marketplaces and are watching for a sign that the technology can offer the market benefit it simply cannot refuse. This article examines e-marketplaces and alternative methods of doing business in the fishing sector, focusing specifically on fishery products.